Afleiðingar GJALDTÖKU

Góðan daginn,

ef að það kostaði ekkert að fleygja rusli myndi staðan vera allt önnur.

Þá myndu ekki safnast upp svona haugar af drasli, sem eru fleyri en fólk grunar.

Kostaðurinn við að hreinsa upp alla hauga er örugglega mun meiri en fæst fyrir sorpeiðingu.

Kveðja Hjörtur og JAKINN.is


mbl.is Yfirgengilegur sóðaskapur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er miklu eldra vandamál en svo að hægt sé að kenna gjaldtöku um. Því miður var þetta siður í marga áratugi að fólk henti rusli hvar sem það gat komið því fyrir og þótti ekki tiltökumál. Því miður höfum við Íslendingar oft verið aftarlega á merinni í ýmsum málum, meðal annars þessum.

En hvað gjaldtöku varðar þá eykur hún vissulega líkur á því að fólk finni sér holur til að henda rusli í.

Guðmundur (IP-tala skráð) 15.8.2011 kl. 10:53

2 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Hvaða gjaldtöku? ég fer vikulega með allskonar drasl í Sorpu og mæti engu nema góðu viðmóti starfsmanna.

Eyjólfur Jónsson, 15.8.2011 kl. 12:25

3 Smámynd: Skeggi Skaftason

Það KOSTAR ALLTAF að farga rusli á ábyrgan hátt. Bara spurning hvernig við greiðum það, þ.e. hversu mikið við niðurgreiðum það með sköttum okkar.  Eins og Eyjólfur bendir á borgum við ekki neitt til Sorpu fyrir að koma með hóflegt magn af úrgangi og drasli frá heimilum.

Skeggi Skaftason, 15.8.2011 kl. 12:52

4 Smámynd: Samúel Úlfur Þór

Þarna er fullt af brotajárni sem mætti selja, svo það er nú tæplega afsökun að kostnaðurinn sé mikill við að farga rusli. Hvert heimili má farga 1m^3 að mig minnir, á dag, svo það ætti nú ekki að vera mikið mál að henda þessu. Af bílhræjunum að dæma er þetta rusl þó töluvert gamalt. Á þetta var minnst fyrir nokkrum árum í fjölmiðlum, en yfirvöld sýndu því engan áhuga að gera neitt í þessu.

Samúel Úlfur Þór, 15.8.2011 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband